Notkunarskilmálar AGCO
Tungumál:
1. Inngangur
AGCO hlutafélag er til húsa á 4205 River Green Parkway Duluth, GA 30096, Bandaríkjunum og/eða dóttur- og hlutdeildarfélög þess („AGCO“) halda úti þessari vefsíðu til að upplýsa, fræða og eiga samskipti við þig. Í sumum tilfellum, þar sem við á, getur vefsíðan einnig verið notuð til sölu og meðhöndlun ábyrgðar.
2. Samþykki skilmála
Aðgangur þinn að og notkun á þessari vefsíðu felur í sér samþykki á þessum skilmálum. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála ættir þú ekki nota vefsíðuna okkar. Persónuverndaryfirlýsing okkar gæti einnig átt við um notkun þína á vefsíðunni okkar. Persónuverndaryfirlýsingin setur fram skilmálana um hvernig við vinnum með hvers kyns persónuupplýsingar sem við söfnum frá þér eða sem þú veitir okkur. Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú slíka vinnslu. Vinsamlegast kynntu þér einnig skilmálana varðandi vafrakökustefnu okkar, þar sem þetta á við um notkun þína á vefsíðunni og setur fram upplýsingar um vafrakökur á síðunni okkar.
3. Ábyrgð notenda
Sem notandi vefsíðunnar okkar samþykkir þú að nota síðuna okkar löglega og ekki birta neitt efni sem gæti talist óviðeigandi eða móðgandi. Ef við teljum að þú sért að nota síðuna okkar ólöglega eða á þann hátt sem brýtur í bága við þessa skilmála og skilyrði, áskiljum við okkur rétt til að takmarka, stöðva eða loka aðgangi þínum að síðunni okkar. Við áskiljum okkur einnig rétt til að grípa til allra löglegra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að koma í veg fyrir að þú farir inn á síðuna okkar.
Þú mátt ekki misnota síðuna okkar með því að vísvitandi senda inn vírusa, trójuhesta, orma, röksprengjur eða annað efni sem hefur slæman tilgang eða er tæknilega skaðlegt. Þú mátt ekki reyna að öðlast óvelkomin aðgang að síðunni okkar eða staðsetningu hennar eða einhverjum netþjóni, tölvu eða gagnagrunni sem er tengdur síðunni okkar. Þú mátt ekki ráðast á síðuna okkar með þjónustuneitunar árás eða dreifðri þjónustuneitunar árás. Með því að fara á þessa vefsíðu samþykkir þú stjórnunareftirlit á öllum viðeigandi tímum. Heimilt er að veita viðeigandi yfirvöldum sönnunargögn um hvers kyns glæpsamlegt athæfi sem greinist við slíkt eftirlit. Ef þú samþykkir ekki slíkt eftirlit, vinsamlegast hættu strax að nota þessa vefsíðu.
4. Hugverkaréttur
Réttindi, eignarréttur og hagsmunir af öllu efni sem er birt og gert aðgengilegt á þessari vefsíðu er í eigu eða með einkaleyfi frá AGCO. Engin birting, afritun eða dreifing á efninu á þessari vefsíðu er leyfð nema með skriflegu samþykki AGCO. Ekkert á þessari vefsíðu skal túlka sem leyfi eða rétt til að nota, fjölfalda, dreifa afritum eða búa til afleidd verk af hugverkum AGCO án skriflegs leyfis AGCO eða annars slíks þriðja aðila sem kann að eiga hugverkaréttinn sem sýndur er. Öllum spurningum varðandi notkun einkaleyfa eða vörumerkja eða hvort hlutur sé vörumerki AGCO eða ekki skal vísa til AGCO.
5. Notkun vörumerkja og firmamerkja
Nafn AGCO eða vörumerkja AGCO (þar á meðal Challenger, Fella, Fendt, Fuse, Gleaner, GSI, Massey Ferguson og Valtra) eða firmamerki vörumerkja AGCO má ekki nota í auglýsingum eða til kynningar eða á annan hátt dreift án fyrirfram sérstaks, skriflegs leyfi frá AGCO eða eins og kveðið er á um í viðeigandi söluaðila- eða dreifingarsamningi sem gerður er við fyrirtækið AGCO.
6. Fyrirvari um ábyrgð
Efnið á vefsíðunni okkar er eingöngu veitt til almennra upplýsinga. Því er ekki ætlað að jafngilda ráðleggingum sem þú ættir að treysta á. Við leggjum okkur fram við að tryggja að upplýsingarnar á þessari vefsíðu séu eins nákvæmar, fullkláraðar og eins nýlegar og mögulegt er. Hins vegar geta upplýsingarnar á vefsíðunni okkar verið ónákvæmar, innihaldið villur eða upplýsingum verið ábótavant og AGCO afsalar sér allri ábyrgð á því. Upplýsingar um AGCO eða vörur AGCO eru eingöngu til skýringar og skal ekki treysta á þær. Að því marki sem lög leyfa, skal ekkert fyrirtæki AGCO undir neinum kringumstæðum vera ábyrgt fyrir sérstöku, óbeinu eða afleiddu tjóni (þar á meðal hagnaðar- eða tekjutapi), hvort sem það er í samningi, vegna vanrækslu eða öðrum skaðabótaskyldum aðgerðum, sem stafa af eða í tengingu við notkun, misnotkun eða virkni þessarar vefsíðu eða frá hvers kyns upplýsingum, skorti á upplýsingum, skjölum, hugbúnaði eða öðru efni sem aflað er í gegnum vefsíður AGCO.
7. Persónuvernd og trúnaður
Fyrir utan það sem AGCO leyfir sérstaklega, má ekki afrita eða dreifa neinum upplýsingum sem geymdar eru í gagnagrunnum innan þessarar síðu í hvaða formi sem er og þú hefur ekki heimild til að nálgast persónulegar upplýsingar um einstaklinga til persónulegra nota eða í auglýsingaskyni.
8. Fyrirvari varðandi ytri tengla
Þessi vefsíða gæti innihaldið tengla á vefsíður og þjónustu þriðju aðila sem við eigum ekki eða stjórnum sem þú getur öðlast aðgang að á eigin ábyrgð. AGCO tekur enga ábyrgð á innihaldi, stefnu eða breytni neinna vefsvæða sem tengjast þriðja aðila eða neinum hlekkjum sem eru á þeim vefsvæðum. Það að hlekkurinn birtist á vefsíðunni okkar felur ekki í sér samþykki AGCO á þeim aðilum, síðunni eða neinum vörum eða þjónustu sem er að finna á neinni af þeim síðum sem hlekkurinn gæti vísað til. Það er á þinni ábyrgð að lesa skilmála, skilyrði og persónuverndarstefnu þessara vefsíðna þriðja aðila áður en þú notar þessar síður.
9. Öryggi og aðgangur
Við ábyrgjumst ekki að vefsíðan okkar sé örugg eða laus við villur eða vírusa eða að alltaf verði hægt að hafa ótruflaðan aðgang að henni. AGCO tekur enga ábyrgð og ber ekki að bæta tjón á tölvubúnaði eða vírusum sem hafa áhrif á tölvubúnað þinn, hugbúnað, gögn eða aðrar eignir, vegna aðgangs þíns að þessari vefsíðu eða niðurhals á efni, gögnum, texta, myndum, myndböndum eða hljóði af henni.
10. Trúnaður um AGCO upplýsingar
Þú skalt grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að gögn, fjárhagsupplýsingar eða viðkvæmar upplýsingar um viðskipti sem eru upprunin eða tilheyra AGCO sem komast í þína vörslu eða undir þína stjórn með notkun þessarar vefsíðu séu vernduð og meðhöndluð sem trúnaðarmál og þú ættir ekki að:
Nota gögnin eða upplýsingarnar né endurgera gögnin eða upplýsingarnar í heild eða að hluta á nokkurn hátt nema eftir því sem AGCO leyfir; eða
skýra frá gögnunum eða upplýsingum til þriðja aðila eða einstaklinga sem ekki hafa heimild frá AGCO til að taka við þeim, nema með skriflegu samþykki AGCO.
11. Breytingar á skilmálum
Þessum skilmálum og upplýsingum á vefsíðunni kann AGCO að breyta af og til í samræmi við lög og til að endurspegla allar breytingar á því hvernig við rekum fyrirtækið/síðuna okkar og hvernig við ætlumst til að notendur hagi sér á síðunni okkar. Áframhaldandi notkun þín á vefsíðunni (eða einhverjum hluta hennar) eftir slíka breytingu telst vera samþykki þitt á þeirri breytingu. Í hvert skipti sem þú vilt nota síðuna okkar, vinsamlegast athugaðu þessa skilmála til að tryggja að þú skiljir þá skilmála sem gilda hverju sinni.
12. Hafa samband við okkur
Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur af vefsíðunum okkar með því að nota athugasemdareyðublaðið á vefsíðunni okkar.